Hálfþekjandi viðarvörn nanóakrýl

ONE TRANSPARENT

ONE Transparent er vatnsþynnanleg og hálfþekjandi viðarvörn sem dregur fram viðaræðarnar og færir líf í áferð viðarins. Hún er sérstaklega góð vörn gegn veðrun vegna eiginleika sem byggja á nanó-sílikontækni. Sú tækni gerir það m.a. að verkum að filman er sjálfhreinsandi því bindiefnin gera flötinn jafnari og harðari (samt með góðri teygju) og hann hrindir þ.a.l. betur frá sér óhreinindum. Regnvatn skolar síðan óhreinindunum auðveldlega burt. Vatn nær heldur ekki að loða við flötinn og því springur viðurinn miklu síður. Þessir eiginleikar eru afar mikilvægir fyrir þá sök að ef óhreinindi festast ekki í klæðingu ná þörungar og sveppagróður ekki fótfestu – því þeir lifa á skítnum. Hrein málning endist mun lengur og heldur lit sínum betur.
Enn einn kosturinn við ONE Transparent er innbyggð sólarvörn (UV og HALS) sem kemur í veg fyrir niðurbrot og gráma í við. ONE Transparent þornar fljótt og er regnþolin 2 klst. eftir málun. Ath. Hentar ekki á harðvið. Þar ráðleggjum við Cetol HLS plus og/eða Cetol Filter 7 plus frá Sikkens.