Epoxý ryðvarnargrunnur
Epoxý ryðvarnargrunnur
Intershield One-2-One
Intershield One-2-One er öflugur og hraðþornandi tveggja-þátta epoxý ryðvarnargrunnur. Grunnurinn er sérstaklega hannaður til að vera einfaldur í notkun en hann hefur 1:1 blöndunarhlutfall, sem auðveldar blöndun og minnkar sóun efnis. Intershield One-2-One inniheldur álflögur sem þétta og styrkja málningarfilmuna gegn tæringu og stuttur þurrktími grunnsins gerir hann tilvalinn til notkunar við lágt hitastig. Hann er einstaklega hentugur til blettaryðviðgerða á bárujárnsþökum og lituðum klæðningum. Intershield One-2-One kemur úr skipa- og iðnaðarlínu International og má nota á öll svæði um borð í skipum, innan- sem utandyra, tanka og ytra allt byrði, ofan sem neðan sjólínu.
Vöruflokkar: Járn og stál, Málað utanhúss, Málning fyrir hús