Notkun: Hugstormun, skipulagsvinna, verkefnastjórnun, tilkynningar, teymisvinna, tímastjórnun,  minnistafla, glósur og m.fl.

Lýsing: Grátt málningarefni sem breytir hvaða slétta yfirborði sem er í hágæða segultöflusvæði, t.d. vegg, hurð eða borðplötu. Mögulegt er að mála eða veggfóðra yfir segulmálninguna. Hentar á gifs, steypu, við, mál, dyr eða hvaða slétta flöt sem er.

 • Lítil lykt og lágmarks VOC (rokgjörn lífræn efni)
 • Flöturinn er málaður í 4 umferðum og með 2 klst. milli umferða
 • Mögulegt er að mála yfir segulmálninguna með tússtöflumálningu frá Smarter Surfaces til að fá töflu með seguleiginleika. Einnig er hægt að filma eða veggfóðra yfir flötinn án þess að segulvirknin minnki
 • Notið kraftsegla með hágæða Neodymium. Venjulegir ísskápaseglar virka illa
 • Truflar ekki WIFI eða rafbylgjur
 • 10 ára ábyrgð

Innihald: 1 x Super Magnetic segulmálning fyrir 5 fermetra flöt

Tækniupplýsingar:

 • Þekja: / Magn / Þyngd: 6m2 /2500ml / 6 kg
 • Litur: grár
 • Áferð: Mött
 • Segulinnihald : 60% seguljárnsteinn
 • Lykt: Mjög lítil
 • VOC: Minna en 13g/l, undir öllum leyfilegum VOC-stöðlum EB. Laust við isocyanates og leysiefni

 

Leiðbeiningar við uppsetningu.

Myndband um uppsetningu á segulmálningu og í framhaldi er sett tússtöflumálning yfir: Tvöföld virkni.

Segulmálning á vegginn og málað yfir með glærri tússtöflumálningu
Segulmálning á vegginn fyrir skipulagið og hugmyndavinnuna