fbpx

Töfrum líkast – Hanna Stína umturnar húsi

Hönnu Stínu kannast margir við, enda sérlega fær innanhússarkitekt sem þekkt er fyrir glaðlegan og töff stíl. Og hún er óhrædd við að nota mikla liti.

Nýverið breytti Hanna Stína fallegu og snyrtilegu húsi í úthverfi – en stíllinn var þó barn síns tíma. Útkoman er stórglæsileg og endaði þannig að húsið má heita nær óþekkjanlegt. En hvernig umbreytir maður húsi án þess að fórna grundvallaratriðum í arkitektúr hússins? Þar lá einmitt áskorunin og ljóst að það þarf gott auga og skapandi nálgun svo vel takist til. 

STOFA / ALRÝMI

Margir hefðu eflaust átt erfitt með að laga afgerandi bogaglugga og mikilúðlegar loftaklæðningar að samtímalegri hönnun, sumir hefðu jafnvel hætt við kaup vegna þeirra. Í stað þess að spila niður þessi einkenni hússins ákvað Hanna Stína frekar að draga þau fram með djarfri litapallettu og láta formin vinna með sínum stíl. Hún undirstrikar þau svo enn frekar í vali í húsgögnum og ljósum. Gluggabogarnir endurtaka sig til dæmis víða, svo sem í hringlaga ljósum og pullustólum á meðan hornóttu loftin mildast í svörtu en gefa samt dramatíska og notalega tilfinningu. Þau minna á sjálfan næturhimininn og mynda andstæðu sem sýnir fegurð litapallettunnar enn betur. 

Litir í stofu: Svarti liturinn heitir Cobalt Night. Ljósi alrýmisliturinn er Angora Light.

Myndir af húsinu uppgerðu: Gunnar Bjarki gb@gunnarbjarki.com                  

ELDHÚS

Eldhúsið er sérlega vel heppnað. Hér sést enn betur hvernig Hanna Stína notar svartan sem tengilit. Hann kemur t.d. fram í glæsilegum arninum, gluggum, bogadyrum og þessari stórglæsilegu marmaraeyju. Jafnvægi hefur myndast við dökkt loftið.

Takið einnig eftir messing (brass) í málmsmáatriðunum, s.s. höldum, pullubotnum og blöndunartækjum. Svo hlýlegt.

BAÐHERBERGI

Baðherbergið er það rými sem breyttist mest. Það þarf ekki mörg orð um marmarann þarna inni, hann talar fyrir sig sjálfur. Brassið í blöndunartækjum og glerrömmum setja punktinn yfir i-ið. Bara eitt orð dugir hér: Lúxus.

SVEFNHERBERGI

Snjöll lausn hjá Hönnu Stínu í svefnherbergi. Loftin eru áfram svört en síðan hefur hún snúið rúmgafli að glugga. Óvenjuleg en óskaplega falleg lausn. Takið eftir hvað tvöföldu gluggatjöldin yfir allan gluggavegginn gera mikið fyrir rýmið.

Litur: Century Brown

HÚSIÐ AÐ UTAN

Húsið með ljósri steinklæðningu og rauðbrúnum viðargluggum eins og var einkennandi á vissu árabili fyrir hús og jafnvel heilu hverfin. Vissulega fallegt, en eigendur langaði til að minnka andstæður milli timburs og steins, sérstaklega þar sem mikið fer fyrir trénu, t.d. í gluggaumbúnaði. Með því að setja allt í sama lit kemur meiri ró á hönnunina.

Og já, það má alveg mála klæðningar. Þó steinklæðningar eigi að vera viðhaldsfríar þá vitum við að eftir nokkur ár má víða sjá föst óhreinindi og tauma niður húsveggina. Erfitt eða jafnvel ómögulegt hefur reynst að ná umhverfissótinu af. 

Litur: S 7052-Y og S 9000-N

Við óskum Hönnu Stínu til hamingju með afar vel heppnaðar breytingar. Vonandi verða þær einhverjum innblástur til að hugsa út fyrir kassann þegar löngunin til að poppa upp heima við er komin á framkvæmdastig. Breytingarnar sýna þó ekki síst gildi þess að leita ráða hjá góðum fagmanni. 

Fleiri blogg

Að setja upp reyrvef (rattan)

PDF-skjal til prentunar Að setja upp reyr (rattan) Efni Reyr (rattan) er efni unnið úr mörgum tegundum pálmatrjáa sem vaxa í

Ný litaleitarsíða

Við höfum opnað flotta og risastóra litaleit á síðunni okkar með nokkur þúsund litum að velja úr. Hægt er að

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping