fbpx

Litaleit

Í Sérefnum notum við mest okkar eigið litakerfi – ACC-litakerfið – við að lita málningu, en það gefur möguleika á um 2 milljónum lita þó raunhæfur fjöldi sé mun minni. Augað greinir nefnilega illa eða ekki suma liti nema við ákveðin birtuskilyrði. ACC-kerfið okkar er þróað út frá öðrum viðmiðum en NCS-kerfið (sem flestir málningarsalar á Íslandi nota). ACC-kerfið gengur út frá þremur eiginleikum litar; litatóni, litastyrk og birtustigi og fylgir sömu röð og náttúrulega litrófið (sem sést t.d. á því hvernig litir regnbogans raðast upp innbyrðis). NCS-kerfið g byggir á sex grunnlitum; gulum, rauðum, bláum, grænum, svörtumog hvítum. NCS-kóði gefur til kynna líkindi við einn af þessum sex grunnlitum.

Þetta þýðir að engin samsvörun er milli litakerfanna og ómögulegt að taka litakóða í öðru kerfinu og yfirfæra á kóða í hinu. Eina leiðin er að skanna litinn og leita að litnum í öðru kerfi – en niðurstaðan verður aldrei alveg eins. En þó ACC sé okkar aðallitakerfi getum við líka litað málningu úr öðrum litakerfum, NCS þar með talið.

Smelltu á hnappinn hér að neðan til þess að skoða þúsundir lita úr litakerfinu okkar.

Litabæklingar - Inni

Heimili áhrifavalda

Litríkt

Heimili þekktra hönnuða

Gráir tónar

Hvítir tónar

Lifandi viðaráferð

Málmtónar

Litabæklingar - Úti

Nýtt!

Litir á stein og múr

Nýtt!

Litir á timburhús

Nýtt!

Hálfþekjandi litir á við

Nýtt!

Litir á pallinn

ONE málningarlitir

fyrir við, stein og járn

Litir á stein og múr

Mattir litir á timburhús

Hálfþekjandi tónar á við

Sikkens olíulitir

Hálfþekjandi litir á við

Lita-app

Viltu sjá húsgögnin, stofuna eða húsið í nýjum litum? Með Nordsjö Visualizer appinu geturðu skoðað og breytt litunum í kringum þig með einni snertingu á skjá símans eða spjaldtölvunnar. Þú horfir í gegnum skjáinn á umhverfið breytast um leið og þú snýrð tækinu eða röltir um.

Gerðu tilraunir með nýjustu Nordsjö litina og fáðu jafnvel tillögur að litasamsetningum sem passa við litina sem þú valdir. Komdu svo til okkar með litaheitin. Mundu samt að litir eru ekki nákvæmir í tækjunum því skjáir hafa mismunandi birtu- og litastillingar.

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping