fbpx

Listar og rósettur

 

ORAC DECOR í Belgíu er leiðandi fyrirtæki í hönnun og framleiðslu á hágæða skrautlistum og rósettum. Fyrirtækið selur vörur sínar í yfir 50 löndum víðs vegar um heiminn.

Auðvelt er að vinna með listana frá ORAC DECOR. Þeir eru sterkir og meðfærilegir og henta jafnt í nútímaleg hús sem eldri gerðir hýbýla. Fyrst og fremst gera þeir rýmin hlýlegri og glæsilegri. Hægt er að mála ORAC DECOR lista og rósettur með öllum gerðum af innimálningu. Í Sérefnum fæst allt sem þarf til uppsetningar, s.s. lím, kítti og verkfæri. Í versluninni í Síðumúla hefur úrval af rósettum, gólflistum, vegglistum, loftlistum og ljósalistum verið sett upp til sýnis. Ótal möguleikar eru á útfærslum. Fyrir utan hefðbundnar staðsetningar lista efst og neðst á veggjum má t.d. nota þá til að skipta upp veggjum, búa til fulningar á hurðir, fella lýsingu á bak við, sem og fela leiðslur og rör.

Bæklingar

Stóra bókin

Veggpanelar og listar

Nýklassík

Nýtt 2024

Uppsetning á listum

Við uppsetningu á Orac Decor vörunum er best að nota DecoFix límin sem eru sérhönnuð fyrir þessa gerð af efniviði. DecoFix Pro hentar fyrir alla léttari lista, DecoFix Power fyrir þyngri gerðir og í votrými og DecoFix Extra er nauðsynlegt í samskeyti milli lista svo skilin sjáist ekki. DecoFiller er létt akrýlkítti fyrir rifur sem myndast stundum milli lista og yfirborðs þar sem veggir eru ekki alveg jafnir. DecoFiller rýrnar hvorki né springur við þornun og má mála yfir eftir 15 mínútur. Hér er LÍMREIKNIR sem áætlar um það bil límþörfina fyrir ólíkar Orac Decor vörur.

Orac Decor vörurnar koma grunnaðar og má ýmist lakka fyrir eða eftir uppsetningu. Best er að sprauta lakkinu ef hægt er til að fá fallegustu áferðina. 

Gólflistar

Gólflistar tengja gólf og veggi saman á glæsilegan hátt. Þeir gefa rýminu karakter og geta látið virka hærra til lofts. Með gólflistum er þægilegt að fela snúrur og óregluleg eða ljót skil milli gólfs og veggjar. Þeir eru steyptir úr sterku Duropolymer® efni (háþéttni pólýstýrenblanda), sem er höggþolið, vatnshelt og afar létt. Listarnir springa því hvorki, dældast, flagna, bólgna né fúna. Frábær og viðhaldsfrí lausn í eldri jafnt sem nýrri hús en listarnir koma einmitt  í mismunandi stílgerðum.

 

Loftalistar

Loftalistar mynda fallega sjónræna tengingu milli veggja og lofts. Snjallt er líka að nota þá til að fela sprungur, galla og ófullkomnar línur í kverkum. Úrvalið í loftalistum er mikið og má velja milli fjölda stíltegunda í ýmsum breiddum; allt frá einföldum, nútímalegum listum til klassískari og rómantískari gerða. Loftalistarnir frá Orac Decor eru gerðir úr tveimur plastefnum: Léttu, níðsterku og endingargóðu harðplasti eða stífu frauðplasti.

Ljósalistar

Ljósalistar skapa skemmtilega stemningu með mildri óbeinni lýsingu. Þeir henta jafnt á heimilum sem í verslunum, skrifstofum og hótelum. Fallegt er að mála þá, t.d. í sama lit og vegginn eða loftið. Flestum tegundum ljósalista má snúa á tvo vegu með lýsingu upp að lofti eða niður á vegginn. Þá má einnig nota margar tegundir sem gluggatjaldalista.

Vegglistar

Vegglistar skipta veggjum upp á skemmtilegan hátt. Þeir gefa litaskilum líka glæsilegt yfirbragð því fallegt er að láta litinn á listanum fylgja öðrum hvorum litnum, þeim efri eða neðri. Vegglistarnir eru einnig notaðir til að skreyta veggi og hurðir, t.d. með því að setja saman ferninga úr þeim til að búa til eins konar fulningaútlit. Vegglistarnir eru höggþolnum Duropolymer® eða Purotouch® efnum.

Rósettur

Rósettur, með eða án blómamynstri, lífga fallega upp á loftin. Þær brjóta upp stóra fleti og rýmin verða hlýlegri og glæsilegri fyrir vikið. Hægt er að beita hugarfluginu og breyta út af hefðinni, t.d. eru rósettur fallegt veggskraut. Sumir leika sér með minni rósetturnar og raða þeim upp í mynstur og raðir, mála þær í ólíkum litum, o.s.frv.

Veggþiljur

Veggþiljur er sérlega spennandi og glæsilegur valkostur til að skapa áferðarmun á veggjum, eyjum og súlum, svo dæmi séu tekin. Þær koma í fjölbreyttum mynstrum sem búa til áhugaverð sjónræn áhrif vegna birtu- og skuggamyndunar. Endalausir möguleikar í uppröðun og samspili við aðra þiljulista og vegglista. Veggþiljurnar eru afar fljótlegar í uppsetningu.

Myndbönd

Innri horn loftlista

Ytri horn loftlista

Listar sem lokast á miðjum vegg

Samskeyti – allir listar

Óbein lýsing

Gólflistar

Veggþiljur með reglulegu mynstri

Veggþiljur með óreglulegu mynstri

Að mála veggþiljur

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping