fbpx

Línolía og trétjara

Starfsmenn Sérefna eru stoltir því að geta boðið viðskiptavinum sínum upp á málningu sem byggir á náttúrulegum efnum, gömlum vinnsluhefðum og handverki. Þar má nefna ekta línolíumálningu, trétjöru, viðarolíur, shellack, kalkmálningu og marmaraspartl. Þessi efni eiga það sammerkt að vera náttúruleg (eru ekki framleidd á kemískan hátt) og eiga ekki uppruna sinn í olíuiðnaðinum – eins og öll nútímamálningarefni gera í raun. Til fróðleiks má nefna að fyrsta plastefnið (nylon) var framleitt upp úr 1930 og í kjölfarið hófst fjölbreytt plastframleiðsla sem hafði gríðarleg áhrif á framleiðslu efna í málningariðnaðinum. Því má með sanni segja að við höfum einungis umgengist plastefnin í einn mannsaldur. Gömlu efnin eiga það hins vegar sameiginlegt að hafa verið notuð um aldir til að skreyta hýbýli og verja fyrir ágangi tíma og veðurs.

Sérefni flytja inn vörur sænsku fyrirtækjanna Allbäck og Auson sem eru leiðandi í framleiðslu slíkra hefðbundinna náttúruefna. Allbäck línolíuvörurnar eru þannig bæði umhverfis- og mannvænar: Þær eru lífrænar, lausar við hættuleg kemísk efni, einstaklega endingargóðar og þekja mjög vel. Línolíumálningin er stundum kölluð „kraftaverkamálningin“ þar sem hún er stíf en samt sem áður teygjanleg og springur ekki. Hún fer djúpt í viðinn, nærir hann og hleypir raka í gegn. Nýverið var allt tréverk (s.s. gluggar, hurðir) Versalahallanna tekið í gegn og málað með Allbäck línolíumálningu.

Auson trétjaran er einnig gerð úr náttúrulegum hráefnum, unnin úr rótum og fræjum trjáa. Trétjara hefur verið notuð öldum saman á Norðurlöndunum til að verja timburveggi og tréverk fyrir sprungu-myndun og upptöku raka sem á endanum eyðileggur viðinn. Það má rekja til trétjörunnar hve vel timburbyggingar frá miðöldum eru varðveittar í dag.

Trétjara – vörubæklingur 

Litla línolíuhandbókin – leiðbeiningar fyrir notendur

Notkun á línolíuvaxi og línolíumálningu - myndbönd

Hvernig á að nota línolíuvax

Á heimasíðu Allbäck má m.a. finna myndbönd um notkun og eðli eftirfarandi línolíuvörutegunda:

  1. Að mála með línolíumálningu úti
  2. Að mála með mattri línolíumálningu inni
  3. Að þrífa með línolíusápu
  4. Að þétta með línolíukítti

 

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping