Heiða á Dalvík er snillingur í að sjá möguleika í því ónýta, hið fallega í því úr sér gengna. Hún endurnýtir, fegrar og gefur gömlum hlutum nýtt líf á skapandi og skemmtilegan hátt. Nýverið keypti hún ásamt Bjarna sínum gamalt timburhús á Siglufirði og hafa þau hjónin farið hamförum þar. Það var nostruðu nánast við hvern fersentimetra; rífu, pússuðu, betrekktu og máluðu. Svo kom að því að finna húsgögn sem hentuðu gamla húsinu. Í gegnum tíðina hefur Heiða sankað að sér lúnum furustólum sem hún tók fram og lakkaði svarta og bólstraði síðan með leðri. Leðrið er úr gömlum leðurjökkum sem hún fann á fatasölu Rauða Krossins. Dásamleg útkoma og fallegt að blanda saman ólíkum gerðum stóla.






Aðferð og efni:
- Fjarlægið fitu og óhreinindi af stólnum.
- Pússið yfirborðið matt til að tryggja góða viðloðun og þurrkið rykið af.
- Grunnið flötinn með Nordsjö Häftgrund.
- Lakkið tvær umferðir af Superfinish 40%.
Sjá nánari leiðbeiningar hér á verklýsingasíðu Sérefnis.