fbpx

Between Rivers Cream - Arte

1.155.000 kr.

Between Rivers Cream – Arte

Between Rivers er mynstur úr Babylon línunni, en Babýlon í Mesópótamíu var fyrsta stórborg heimsins, oft nefnd vagga siðmenningarinnar. Innblásturinn er fenginn úr fornum fleygbogahandritum sem voru teiknuð og skorin eða hoggin út í leirtöflur og klettaveggi. Hönnun veggfóðurslínunnar tók mið af þessari gömlu myndhöggvaratækni og var unnin þannig að leirtöflur voru mótaðar í höndunum af mikilli nákvæmni og síðan var mynstrið yfirfært á textílefni fyrir veggfóður. Þrívíddaráhrifin eru einstaklega áhrifamikil. Mynstrið Between Rivers er stór heilmynd og sýnir goðsagnakenndan vettvang í gróskumikilli náttúru Babýloníu á milli ánna Tígris og Efrat – svæðisins þar sem ræktun lands og búfjár er upprunnin. Þessi hugmyndaríka veggmynd sýnir fíla, gasellur, döðlupálma og leifar fornra hofa. Upprunalega myndin á bak við Between Rivers er listaverk eftir Frédérique og Rob Whittle – og Max.

Between Rivers er heilmynd 350 cm x 270 cm = Alls 9,45 m2. Í henni eru 15 flísar, 70 cm x 90 cm hver. Ekki er hægt að endurtaka mynstrið til hliðar (tvær myndir falla ekki saman þannig að þær myndi eina heild).

Between Rivers veggefnið er mjúkur textíll með baki úr blöndu af pappír og gervitrefjum (non-woven) sem þenst ekki út í límingu og er auðvelt að ná því af veggnum seinna meir. Athugið að mælt er með að setja límið á bakhlið veggfóðurs – límið þarf að vera sterkara en það sem notað er við uppsetningu hefðbundins veggfóðurs vegna þyngdar veggmyndanna. Blautt/rakt lím má strjúka létt af framhliðinni með svampi við upphengingu. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið. Einnig má benda á myndbönd á heimasíðunni.

Leiðbeiningar fyrir veggfóður með non-woven bakhlið

1.155.000 kr.

Í boði sem biðpöntun

SÉRPÖNTUN - EKKI SKILAVARA: Reiknivélin metur u.þ.b. það magn af veggfóðri sem þú þarfnast miðað við þínar mælingar. Sérefni taka ekki ábyrgð á ofáætlun eða skorti á veggfóðursmagni á grundvelli þessara útreikninga þar sem of margir þættir geta spilað inn í efnisþörf. Þar má nefna ónákvæmar mælingar, dyr, glugga, mynsturgerð, mistök í uppsetningu og fleira. Ef flókið er að finna út magn mælum við með að ráðfæra sig við fagmann áður en pantað er.

Tengdar vörur

Karfa

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping