Fylligrunnur
Fylligrunnur
Professional Täckplast
Professional Täckplast er almattur, vatnsþynnanlegur fylligrunnur, ætlaður fyrir sandspartlaða og steinsteypta fleti, múr og byggingarplötur af ýmsu tagi þar sem óskað er eftir almöttu yfirborði.
Professional Täckplast grunnurinn hefur ágæta þekju og getur staðið einn og sér þar sem ekki er gerð krafa um þvotteiginleika. Hann hentar vel á veggi og loft í vöruhúsum, kjöllurum, verkstæðum, verksmiðjum og álíka einföldum rýmum.
Vöruflokkar: Grunnar, Málað innanhúss, Málning fyrir hús