Tatami Deep Blue - Arte
Tatami Deep Blue – Arte
Orðið Tatami þýðir samanbrotið og staflað á japönsku, sem vísar til þess hvernig hefðbundnar japanskar gólfmottur eru framleiddar. Mynstur veggfóðursins er einmitt er tilvísun í þessa gömlu vinnslutækni. Gljáandi áferð útsaumsþráðarins gefur veggfóðrinu glæsileika og dregur fram fegurð náttúrutrefjanna.
Tatami er úr náttúrulegum sísalvef með baki úr blöndu af pappír og gervitrefjum (non-woven) sem þenst ekki út í límingu og er auðvelt að ná því af veggnum seinna meir. Athugið að mælt er með að vatnsbleyta pappírsbakið aðeins. Setjið svo límið á vegginn og aftan á veggfóðrið. Blautt/rakt lím má strjúka létt af framhliðinni með rökum svampi við upphengingu. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið.
159.667 kr. rúlluverð
Í boði sem biðpöntun

Spartlspaði - Anza, 50mm
Pimpernel Cochineal Pink - Morris & Co
Hip Rose - Boråstapeter
Musa Gold Leaf - Arte
Corteza 34205 - Arte