Curve Petrol - Arte
Curve Petrol – Arte
Curve er ofið textílefni með vott af gamaldags yfirbragði en þannig efni voru einmitt afar vinsæl um miðbik 20. aldar í textíliðnaði og hjá frægum tískuhúsum, t.d. Chanel. Slík vinnsla á efnum er yfirleitt nefnd „bouclé“ sem þýðir eiginlega „hrokkinn“, en það eins og misþykkt, krullað garnið standi svolítið upp úr efninu hér og þar og myndar notalega, grófofna áferð. Við sjáum svona vefnað mikið í bólsturefnum sófa og hægindastóla í dag. Curve mynstrið sjálft er byggt upp af mjúkum hálfhringum sem eru umluktir ferningum. Þetta veggfóður hefur töluvert verið notað á rúmgafla. Litur: Smaragðsgrænn.
Curve textílefnið er lagt ofan á misþykkan svamp og gefur því skemmtileg þrívíddaráhrif. Í leiðinni nást jákvæð hljóðvistaráhrif. Veggfóðrið er með baki úr blöndu af pappír og gervitrefjum (non-woven) sem þenst ekki út í límingu og er auðvelt að ná því af veggnum seinna meir. Athugið að mælt er með að setja límið beint á vegginn. Blautt/rakt lím má strjúka létt af framhliðinni með svampi við upphengingu. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið. ATH. Þetta veggfóður er selt í lengdarmetrum, ekki stöðluðum rúllum.
44.814 kr. lengdarmetraverð




























Skaft - Friess, SoftTouch 100-200cm
Geo - Boråstapeter
Dinosaur Mountain, Nightfall - Rebel Walls
Song Tree Sand - Rebel Walls
Lin Chaume - Arte
Nelson Chilli - Arte
Sergé Linen - Arte
Rúllusett og bakki - Embo, 10cm
Skogsblomst - Boråstapeter
Saga - Boråstapeter