Testfakta ber saman innanhússmálningu
NORDSJÖ málning kom í vikunni langbest út í samanburðarprófunum sjálfstæða rannsóknarfyrirtækisins Testfakta þegar rannsökuð voru áhrif innanhússmálningar á fólk og umhverfið. Við gleðjumst yfir nýjustu sönnun þess sem vörurnar okkar hafa ætíð staðið fyrir: Gæði án málamiðlana!
Ofnæmi, vanlíðan?
Vatnsmálning er ekki endilega hættulaus eins og margir halda – hún getur innihaldið skaðleg efni sem menga loftið í húsum lengi eftir málun. Í þessu samhengi er helst rætt um rokgjörn lífræn efni (VOC) sem eru kemísk og tengjast umfram allt ofnæmisviðbrögðum, höfuðverk og ógleði. Niðurstöður Testfakta sýna mikinn mun milli vörumerkja hvað þetta varðar. Mælt var m.a. hve mikið af rokgjörnum lífrænum efnum losna út í andrúmsloftið eftir málun með málningu frá átta stórum framleiðendum. Mælingar voru gerðar eftir einn sólarhring, þrjá daga og 28 daga.
Niðurstöðurnar leiða í ljós að Nordsjö innimálningin er með algjöra yfirburði með LANGLÆGSTA VOC-stuðulinn og er eina málningartegundin sem hefur enga útgufun sólarhring eftir málun. Munið því að lofta ætíð vel út daginn sem málað er. Hins vegar nægir það ekki með innimálningu frá mörgum öðrum framleiðendum en Nordsjö samkvæmt Testfakta – spyrjið því ætíð um VOC-innihald efna sem þið hyggist kaupa og/eða skoðið vel tækniblöð. Við mælum eindregið með að leita eftir umhverfisvottunum: Stimpill Svansins, Evrópublómsins og Sænsku astma- og ofnæmissamtakanna tryggir að VOC-efni eru í lágmarki.
Hér er greinin http://www.testfakta.se/tester/hem-och-hush%C3%A5ll/vanlig-v%C3%A4ggf%C3%A4rg-f%C3%B6rorenar-ditt-hem