Slitþolið viðarlakk
Slitþolið viðarlakk
Polyvine Heavy Duty Wood Varnish
Polyvine Heavy Duty Wood Varnish er grimmsterkt, fljótharðnandi, hágæða viðarlakk með hálfmattri eða almattri áferð, sem eftir þornun myndar kristalglæra filmu fyrir álagsfleti. Viðarlakkið er byggt á vatnsþynntri, krosstengdri pólýúreþan samfjölliðu (cross-linked polyurethane) ásamt yfirborðsvirkum efnum og vaxi fyrir aukna rispuvörn.
Polyvine Heavy Duty Wood Varnish er kjörið á: Viðarfleti, svo sem borð, bókahillur, stóla, eldhússkápa, vinnuborð og víðar þar sem óskað er eftir sérlega hörðu glæru lakki með mikið þol gegn hita, vatni, efnavörum og núningi. Hálfmatta útgáfan af lakkinu hefur enn meira efnaþol en sú almatta og gefur eftir 16 klst. þurrktíma mikið álags- og núningsþol sem hentar víða, t.d. á heimilum, hótelum og veitingahúsum. Einnig hentar hálfmatta útgáfan betur á svartbæsaðan við því almatta lakkið dregur aðeins úr litdýptinni í svörtu. Annars er almatta lakkið einstakt, það mattasta á markaðinum; Garner gljástigsmælikvarðinn mælir nær engan gljáa í því.
Tengdar vörur
Tengdar vörur
-
Glært nanó-akrýllakk
4.750 kr. Setja í körfu -
Glært úreþan olíulakk
4.266 kr. Setja í körfu -
Matt parketlakk
16.914 kr. Setja í körfu