Kailua Moss - Arte
Kailua Moss – Arte
Lanai veggfóðurslínan er innblásin af ljúfum sumarkvöldum á Hawaii. Nafnið Lanai merkir verönd á tungu heimamanna og minnir okkur á löng og ljúf sumarkvöld á veröndinni við Suðurhöf. Hvert mynstur í veggfóðurslínunni er handunnið og innfellt eða saumað út af mikilli alúð með rattan og raffía. Þessi dásamlegu handverk eru því næst unnin í þrívídd yfir á víníl. Lanai lifnar við á veggnum í náttúrulegum litasamsetningum.
Þetta veggfóður dregur nafn sitt af heillandi Kailua á austurhlið eyjarinnar Oahu, þar sem pálmatrén ríkja. Við hönnun þessa mynsturs var einmitt líkt eftir pálmatrjám sem sveigjast í vindinum. Smáum stöfum af rattan reyr er raðað saman á bakgrunn úr trefjaklæði gert úr berki fíkjutrjáa. Þessi fagra framsetning lifnar við upp á vegg þegar hún hefur verið yfirfærð á vínílveggfóður. Þrívíddin heldur sér og er framsetningin ótrúlega lík upprunalega handverkinu.
Kailua er vínílveggfóður með pappírsbaki. Athugið að mælt er með að vatnsbleyta pappírsbakið og setja límið á vegginn EÐA bera límið aftan á veggfóðrið. Veggfóðrið er sterkt og þvottheldið. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið.
59.500 kr. rúlluverð
Í boði sem biðpöntun

Lin Digue - Arte
Parrot - Boråstapeter
Spring Birds - Boråstapeter
Honeysuckle & Tulip, Charcoal/Gold - Morris & Co
Facet Antique Gold - Arte
Lin Wheat - Arte
Chanderi Powder Beige - Arte
Carmen, Metallic Gold - Cole & Son