Cupula Tan - Arte
Cupula Tan – Arte
Innblásturinn á bak við öll mynstur í línunni Pampas er að finna í Suður-Ameríku, þar sem víðáttumiklar gresjur spanna stóran hluta Argentínu, Úrúgvæ og syðsta odda Brasilíu. Slétturnar eru kallaðar „Pampas“. Stórkostleg fegurð þessa harðgera svæðis var upphafspunkturinn í hönnun línunnar sem birtist í mismunandi veggfóðursmynstrum úr ofnum plöntutrefjum, hvert með sína einstöku eiginleika og náttúrulega óreglulegt útlit.
Cupula fær nafn sitt úr spænsku en orðið þýðir hvelfing, sem birtast fagurlega í mynstrinu. Útlit hráhörsins er ótvírætt og áþreifanlegt með sínum dæmigerðu óreglulega þráðum.
Cupula er vínilveggfóður á pappírsbaki. Veggfóðrið er mjög þvottþolið og auðvelt að ná því af veggnum seinna meir. Líming: a) Setjið límið annað hvort á bakhlið veggfóðursins eða b) rúllið líminu á vegginn en þá þarf að úða bakhlið veggfóðursins fyrst með vatni. Þrífið límbletti af með hreinu vatni og mjúkum svampi ÁÐUR en límið þornar. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið.
Leiðbeiningar fyrir ARTE veggfóður með pappírsbaki
Myndbönd fyrir báðar aðferðir á uppsetningu á veggfóðri með pappírsbaki
59.500 kr. rúlluverð
Í boði sem biðpöntun




























Sarana Mahogany - Arte
Mischievous Monkeys - Rebel Walls
Year Of The Tiger Graphite - Rebel Walls
P7030 vegglisti
Butterflies & Dragonflies, Duck Egg & Metallic Gilver on Pale Cream - Cole & Son
Strelitzia Olive - Arte
Lin Bord de Seine - Arte
Dupion Blue Gold - Arte
Venice - Boråstapeter