Carrelage - Arte
Carrelage – Arte
Öll veggfóður í Spectra hönnunarlínunni eru hönnuð í þrívídd með nýstárlegri tækni, svokallaðri hitamótun. Heitu móti er þrýst inn í textílefni og helst mótafarið í efninu þegar það kólnar. Spectra veggfóðrin hafa jákvæð áhrif á hljóðvist.
Heitið á Carrelage veggfóðrinu vísar til flísa og flísalagnar. Hönnunin sýnir einmitt litla ferninga með mjúku þrívíddarmynstri sem grípur ljósið sérlega fallega. Áferðin minnir á fíngert rúskinn.
Carrelage veggfóðrið er þykkur textíll með hljóðdempandi og blettafráhindrandi eiginleikum. Bakið úr blöndu af pappír og gervitrefjum (non-woven) sem þenst ekki út í límingu og er auðvelt að ná veggfóðrinu af veggnum seinna meir. Athugið að mælt er með að setja límið á vegginn. Blautt/rakt lím má strjúka létt af framhliðinni með svampi við upphengingu. Lesið leiðbeiningar vel eða fáið fagmann í verkið. Einnig má benda á myndbönd á heimasíðunni.
Leiðbeiningar fyrir veggfóður með non-woven bakhlið
Myndband fyrir textílveggfóður í þrívídd á non-woven bakhlið
38.290 kr. lengdarmetraverð
Í boði sem biðpöntun

Maja Clay - Sandberg
Ovillo Pollen - Arte
Capas 34305 - Arte
Zen Mural, Indigo Blue - Sandberg
Savanna Shell, Parchment, Linen & Metallic Gilver - Cole & Son