Narina, Pink & Earth - Cole & Son
Narina, Pink & Earth – Cole & Son
Ardmore Baobab er veggfóðurslína þar sem hönnun mætir list. Hún er hylling til hins tignarlega Baobab trés í Suður-Afríku. Það er umvafið dulspeki og goðsögnum, oft kallað „lífsins tré“. Tréð er sagt hafa lækningarmátt og er í raun tákn fyrir lífsorkuna í dýralífi og gróðurfari Suður-Afríku, enda stendur það keikt í landslaginu og allar lifandi verur laðast að því. Hönnunarhúsin Cole & Son og Ardmore Ceramics hafa enn og aftur skapað dásamlega upplifun með mynstrum sem eru hugmyndarík, glaðleg og iðandi af lífi.
Narina deilir nafni sínu með fallega Narina Trogan fuglinum sem er upprunninn í KwaZulu-Natal héraðinu í Suður-Afríku en þetta fallega fjaðramynstur má einmitt finna á mörgum keramíkskálum og vösum þaðan. Narina mynstrið hefur lengi verið vinsælt hjá Cole & Son en kemur hér í þremur nýjum, mildum vatnslitaútgáfum. Geómetrískt veggfóðrið er sérstakt en myndar samt sem áður þægilegan bakgrunn í rýmin.
34.500 kr. rúlluverð
Í boði sem biðpöntun





