Efnaverkfræðingateymin hjá Nordsjö hafa þróað einstök viðarvarnarefni sem endast mun betur og eru umhverfisvænni en áður. Það sem helst einkennir Nordsjö-vörurnar er hvað þær eru efnisríkar. Pallaolían hefur t.d. um 45% þurrefnisinnihald, sem er miklu hærra hlutfall en sést á markaðinum. Þeim mun meira þurrefni, þeim mun meiri þekja og ending – þeim mun minna þurrefni, þeim mun minni ending og meira af leysiefni sem gufar bara upp í andrúmsloftið! Þess vegna er áhugavert að reikna verðið út frá þurrefnisinnihaldinu: Sé það gert er Nordsjö pallaolían einfaldlega sú langódýrasta á markaðnum.
Nýmálað á Nönnustíg
Húsið við Nönnustíg á stutt í áttræðisafmælið. Þrátt fyrir það er húsið einstaklega glæsilegt eftir viðgerðir og málun í sumar.