Stórgert rósamynstur. New Dawn Rose úr In Bloom línunni frá Boråstapeter

Dásamleg hönnun Hönnu Wendelbo minnir um margt á William Morris. Filippa úr Apelviken línunni frá Midbec

Bláir pálmar. Palm Jungle úr Contemporary Restyled línunni frá Cole and Son

Plómubleikt veggfóður með veðraðri gyllingu. Eternal Harmony úr Oriental Dreams línunni frá Boråstapeter

Trönur á flugi. Dancing Cranes úr Modern Spaces línunni frá Engblad & Co

Frumskógur í ævintýralegt barnaherbergi. Jungle Wall Animals úr Imaginarium línunni frá Mr Perswall - heil stafræn mynd

Næturblátt blómahaf. Ava Dark Blue úr Kubel Kids línunni frá Sandberg

Neðansjávarró. Whales in the Sky úr Imaginarium línunni frá Mr Perswall - heil stafræn mynd

Þríhyrningar. Triangular Image úr Graphic World línunni frá Engblad & Co

Gullmálmur og glæsileiki. GAA301 úr Gala línunni frá Omexco

Ofið veggfóður úr Elegance línunni frá Omexco

Austurlensk yfirvegun. Ginkgo Light Green úr Nippon línunni frá Sandberg

Haustleg palletta. 28003 úr Lyckebo línunni frá Midbec

Á áttunda og níunda áratugnum á síðastliðinni öld var veggfóður nánast í öllum húsum hér á landi. Æpandi appelsínugult, karrýgult, mosagrænt og súkkulaðibrúnt. Stórgerð geómetrísk form eða blómamynstur þöktu herbergin allan hringinn. En svo hvarf veggfóðrið fremur skyndilega, var bara ekki lengur málið. Margt breyttist í innanhússhönnun 2018 og veggfóðrið gengur nú af krafti í endurnýjun lífdaga. Það skemmtilega er að nú eru ekki yfirþyrmandi skær blóm eða upphleypt konungleg mynstur það eina sem er kemst að; mynstrin eru jafnfjölbreytt og tískustraumarnir í klæðnaði. Hver og einn velur eftir sínum smekk, lífsstíl og auðvitað því mikilvæga; gerð og aldri hússins. Veggfóður henta jafnt í gömul krúsídúllu timburhús og mínimalísk fúnkishús. Nú bendir allt til að veggfóðrið sé komið til að vera í innanhússhönnun og verði einn af mörgum þáttum sem gera heimilið hlýlegra og persónulegra – en ekki skynditíska sem tekur yfir allt um hríð og rennur síðan sitt skeið. Þetta lesum við um í öllum málsmetandi hönnunartímaritum og tískusíðum netmiðlanna.

Fjölbreytnin er skemmtileg í veggfóðrinu. Helstu trendin eru:

  • Blómamynstur: Risablóm, millistór blóm og smáblóm í öllum litum. Oft afgerandi mynstur sem henta á einn áhersluvegg sem verður ákveðinn fókus eða miðja í herberginu. Blómamynstrin sjást í öllum rýmum heimila og ólíkra fyrirtækja og eru ákaflega vinsæl.
  • Geómetrísk form: Nútímalegar, hreinar línur sem bera vott um klassískan stíl. Taka ekki alla athyglina til sín en gera rýmið áhugaverðara. Sniðug t.d. á ganga og svefnherbergi.
  • Heilmyndir: Skemmtilegar heilmyndir, t.d. í barnaherbergi. Það er ævintýralegt að hafa risastóran hval syndandi á veggnum, heilan fótboltavöll með marki og áhorfendastúkum eða eitt risaknippi af rósum ofan við höfðagaflinn.
  • Mynstur í þrívídd: Hér er spurningin að ná fram tilfinningu fyrir áferð; veggir geta sýnst kalkmálaðir eða sparslaðir, hlaðnir úr múrsteinum eða úr gömlu timbri. Gróft og töff. Vinsælt t.d. í veitingahúsum og hótelum.
  • Málmur: Gull, silfur og annar góðmálmur gefur tilfinningu fyrir lúxus. Sérlega fallegt með vintage stíl, t.d. Art Deco, en í raun sést málmáferð og gylling líka mikið í þeim ólíku mynstrum sem nefnd eru hér að ofan.

Við í Sérefnum tökum fjölbreytninni fagnandi og bjóðum upp á ólíka hönnun frá sjö framleiðendum. Fyrirtækin eru sænsku Sandberg, Midbec, Boråstapeter, Engblad & Co og Mr Perswall ásamt breska Cole & Son og belgíska Omexco. Þessi viðbót hjá okkur í vöruúrvali fellur afar vel að málningarsölu og framboði á listum og rósettum. Það er auðvitað tímasparnaður að velja sér veggfóður og málningu á einum og sama staðnum og tryggir að litirnir í veggfóðrinu og málningunni passi örugglega saman. Svo koma listarnir okkar að sterkt inn í þessu samhengi en þeir eiga svo vel heima með veggfóðrinu, t.d. til að skipta upp veggjum.

Endilega kíkið á úrvalið. Þið fáið góða aðstoð en hjá okkur vinna vel þjálfaðir starfsmenn í litaráðgjöf og textílhönnuður með sérhæfingu í veggfóðri.

Hér er einfalt og aðgengilegt myndband sem sýnir hönnuðinn Krickelin veggfóðra heima hjá sér:


 

 

Hér er einnig lýsing frá Guðrúnu Láru Pétursdóttur sem var svo góð að leyfa okkur að fylgjast með þegar þau hjónin veggfóðruðu fallega svefnherbergið sitt.

 

About the author