Veggja- og loftamálning 7%

Professional A7

Professional A7 er vatnsþynnanleg akrýlmálning með mattri áferð. Hún er slitsterk, hrindir frá sér óhreinindum og er auðveld í þrifum. Hún hentar vel í rýmum með háu birtustigi, s.s. á nútímaheimilum, skrifstofum, fundaherbergjum, göngum og öðrum álíka almenningsrýmum. Professional A7 þekur einstaklega vel en hún er einmitt hönnuð fyrir kröfuharða fagmenn sem vilja góða þekju í aðeins tveimur umferðum við nýmálun.

Professional A7 hentar til notkunar innanhúss, m.a. á gifsplötur, múr og steypta fleti, ómálaða sem málaða.

svanurinn

Tækniblað - tákn