Trétjörujárnsúlfat grámaefni

Trétjörujárnsúlfat – grámaefni

Trétjörujárnsúlfat (s. Tjärvitriol) er skógarafurð og þegar viðarflötur er meðhöndlaður með því færast náttúruleg efni sem sjálft tréð notar sér til varnar yfir á viðarflötinn og gerir honum þannig kleift að þola raka á sama tíma og hann nær að anda.Trétjörujárnsúlfat inniheldur einungis þrjú innihaldsefni: trétjöru, balsamterpentínu og grátt litarefni. Ætlað á greni og furu og hentar víða, m.a. við málun eldri og nútíma timburhúsa.

Efnið er brúnleitt til að byrja með en þegar tjaran þrengir sér inn í viðinn til að verja það innanfrá, verður gráa litarefnið eftir utaná og gefur viðnum stílhreinan, hlýjan gráma. Ferlið getur tekið mislangan tíma eftir gerð og ástandi viðarins. Veggir sem eru í miklu sólarljósi mattast meira en þeir sem standa í skugga. Trétjörujárnsúlfat má nota á ómeðhöndlaðan við, við sem hefur þegar verið meðhöndlaður með efninu eða tjargaðan við.

Tækniblað - tákn