Grunnmálning undir vatnslökk

Rubbol BL Primer

Rubbol BL Primer er þekjandi, vatnsþynnanlegur pólýúretangrunnur, ætlaður til notkunar innanhúss. Hann er auðveldur í notkun, rennur einkar vel út og þornar og harðnar hratt. Hann sápast ekki, hleypir raka
frá undirlagi í gegnum sig og hefur langan opinn tíma. Er ekki eldfimur. Rubbol BL Primer grunnurinn er ætlaður sem fyrsta lag á við, steypu, gifs og PVC (nema pólýolefín plastefni, t.d. PE og PP). Hann er einnig
hentugur á fleti sem hafa áður verið málaðir með alkýðmálningu; þá er mikilvægt að hreinsa og slípa fletina fyrir málun. Grunnurinn hefur góða viðloðun við beran við, gifs, áður málaða fleti og ryðvarnargrunna.

Tækniblað - tákn