Þakgrunnur

Intertuf 203

Intertuf 203 viðloðunar- og ryðvarnargrunnurinn er alhliða grunnur fyrir málma og klæðningar. Hann er vinylbundinn og sápast ekki á alkalísku galvanundirlagi. Intertuf 203 inniheldur míkró-álflögur sem þétta og styrkja málningarfilmuna gegn tæringu. Grunnurinn er hraðþornandi og hentar því vel íslenskum aðstæðum.

Tækniblað - tákn