Einnar umferðar veggja- og loftamálning

Alphacryl Easy Spray

Alphacryl Easy Spray er mött, vatnsþynnanleg akrýlmálning, sérhönnuð fyrir málningarsprautur og ætluð til notkunar á veggi og loft innanhúss. Málningin er mjög auðveld í sprautun og er hönnuð til að þekja flötinn í einni umferð. Alphacryl Easy Spray hefur gott flot og langan opnunartíma og er hægt að leggja hana þykkt upp. Hún er lyktarlítil og má nota rýmin strax eftir sprautun. Hún myndar nær engan úða og afar lítil úðaskil á fletinum. Gulnar ekki með tímanum.

Alphacryl Easy Spray málningin er hönnuð fyrir málningarsprautu. Hún hentar á steypu, pússaða steinfleti, múr, spartlaða fleti, gifs og spónaplötur, sementstrefjaplötur og veggfóður. Hentar mjög vel á matt og slétt yfirborð ekki síst beint á sprautuspartl. Alphacryl Easy Spray hefur framúrskarandi þekju og sparar gríðarlegan tíma miðað við hefðbundna málningu og málunaraðferðir, t.d. þegar mála þarf veggi og loft í nýbyggingum.

Tækniblað - tákn