Einnar umferðar sprautulakk

Rubbol BL Easy Spray Semi-Gloss

Rubbol BL Easy Spray Semi-Gloss er hálfmatt, vatnsþynnanlegt akrýllakk, sérhannað fyrir málningarsprautur og ætlað til notkunar innanhúss. Lakkið er mjög auðvelt í sprautun og er hannað til að þekja flötinn í einni umferð við sprautun (hylur kanta einstaklega vel). Það þornar hratt og gulnar ekki með tímanum, hefur gott flot og hægt að leggja þykkt upp. Myndar nær engan úða eða yfirsprey við sprautun.

Rubbol BL Easy Spray Semi-Gloss er hannað fyrir málningar-sprautu og er ætlað á viðarglugga, hurðir og viðarklæðningar, en einnig á málm og plastefni (ekki PP eða PE) eftir undirbúning með viðeigandi grunni fyrir lökkun. Lakkið má einnig nota á áður málaða fleti eftir hreinsun og pússun á gamla málningarlaginu. Rubbol BL Easy Spray Semi-Gloss er sérstaklega hentugt og sparar gríðarlegan tíma þegar mála þarf t.d. glugga í nýbyggingu.

Tækniblað - tákn