Múrakrýl

Alphaliet

Alphaliet er terpentínuþynnanleg akrýlmálning ætluð til notkunar á múr utanhúss. Alphaliet málningin hefur einstaka öndunareiginleika; hún hleypir raka úr steininum auðveldlega í gegnum sig á sama tíma og hún er þétt gegn regni og slagveðri. Vegna þessara eiginleika er ekki nauðsynlegt að steypan sé fyllilega þornuð þegar málningin er borin á. Alphaliet má nota á margs konar steypta fleti, vatns­þynnanlega sementsgrunna, múrhúð, múrstein o.fl. Alphaliet er sjálfgrunnandi, hylur sérlega vel og má bera á múr við lágan lofthita.

Tækniblað - tákn