Alhliða sprautuspartl

Professional Multisprutspackel

Professional Multisprutspackel er hvítt alhliða sprautuspartl, ætlað til bletta- og alspörtlunar á loft og veggi í þurrum rýmum innanhúss. Spartlið er háfyllandi, meðalfínt/fínt léttspartl.
Professional Multisprutspackel gefur jafna áferð og er létt að vinna á flötinn. Það hefur langan opinn tíma, flýtur vel og auðvelt í slípun. Spartlið er fyrst og fremst þróað fyrir víðtæka og mikla notkun á loft og veggi, hvort sem er í nýbyggingum eða eldra húsnæði. Einnig hentar það vel í samskeytaspörtlun, á spartlborða og til að hrauna yfirborð lofta. Helsti kostur Professional Multisprutspackel er því að málarinn getur komist af með að nota eitt og sama spartlið alls staðar í verkið.