International Paint

Sérefni eru umboðsaðilar fyrir International Paint sem er alþjóðlegt fyrirtæki í framleiðslu málningarefna og fleiri sérhæfðra efna fyrir atvinnulífið. International er markaðsleiðandi í þróun málningarefna í heiminum í dag en er jafnframt heimsþekkt fyrir árangur sinn í sjálfbærni þar sem það þykir skara fram úr í umhverfis-, félags- og efnahagsmálum. International hefur frá árinu 1881 byggt upp markaðsleiðandi stöðu í framleiðslu og sölu skipamálningar en einnig smábáta, iðnaðar- og eldvarnarmálningar.

Skipamálning

Þróun skipamálningar hefur verið ör síðustu áratugina og hefur International ætíð verið þar fremst í flokki í heiminum. Lögð hefur verið áhersla á hágæða vörur og nýjungar og má m.a. nefna Intershield 300 tæringavarnargrunninn, Intersmooth 360 SPC botnmálninguna og Intersleek 900 flúorbotnmálninguna.

International þjónar viðskiptavinum sínum hvar sem er í heiminum með afhendingu á vörum, ráðgjöf og eftirliti við undirvinnu og notkun á efnum. Sem umboðsaðili hafa Sérefni aðstoðað íslenska viðskiptavini International við uppsetningu málningarkerfa á nýbyggingar og viðgerðir eldri skipa víða um lönd.

Iðnaðarmálning

International iðnaðarmálning er sérhæfð málning til tæringarvarnar á stáli við margvíslegar aðstæður. Sem dæmi má nefna málningu inn í hvers konar tanka, sínkgrunna á sandblásið stál, hitaþolna málningu, eldvarnarmálningu, gólfmálningu, þykkmálningu og lökk.