Leitað að litum

HÉR getur þú skoðað þúsundir lita úr litakerfinu okkar.

Litakerfið er eign fyrirtækisins og heitir ACC. Nær allir þeir litir sem við auglýsum eru blandaðir í því. Hægt er að leita eftir litaflokkum, litaheitum eða litakóðum. Smelltu á myndina og þú færð aðgang að þúsundum lita. (Þú velur grunnlit á stikunni efst og þá birtast öll blæbrigðin af honum fyrir neðan)

 

 

ACC-litakerfið er í eigu AkzoNobel, móðurfélags Nordsjö, Sikkens og fjölda annarra fyrirtækja. Sem einn stærsti málningarframleiðandi í heimi ákvað fyrirtækið fyrir löngu að þróa sitt eigið litakerfi sem eingöngu miðar við litun á málningu í stað þess að kaupa afnot af litakerfi NCS, sem ekki er sérhæft sem slíkt. NCS er sænskt einkafyrirtæki en hér á landi myndaðist hefð fyrir notkun NCS-litakerfisins þar sem innlend fyrirtæki fengu ýmist umboð fyrir málningu frá Norðurlöndunum á sínum tíma eða hófu eigin framleiðslu. Enn þann dag í dag er NCS það litakerfi sem flestir aðrir málningarsalar á Íslandi styðjast að mestu við.

Við í Sérefnum notum aðallega ACC-litakerfið en það gefur möguleika á um 2 MILLJÓNUM LITA þó raunhæfur fjöldi sé um ein milljón. Augað greinir nefnilega misvel suma litina nema við ákveðin skilyrði. ACC-kerfið er þróað út frá öðrum viðmiðum en NCS-kerfið og eru t.d. notaðar aðrar litapöstur í ACC. Þetta þýðir að ef litir frá okkur eru skannaðir inn og blandaðir í litavél sem notar NCS (eða annað litakerfi) verður niðurstaðan aldrei fyllilega sú sama. Nákvæm samsvörun milli kerfa er einfaldlega ekki til.

Þó ACC sé okkar aðallitakerfi í Sérefnum getum við litað málningu úr öllum öðrum litakerfum, NCS þar með talið.

Nordsjö-Lets-Colormaxresdefault-300x169Veldu liti með snilldar-appinu okkar!

Viltu sjá húsgögnin, stofuna eða húsið í nýjum litum? Með fría Visualizer smáforritinu geturðu skoðað og breytt litunum í kringum þig með einni snertingu á skjá símans eða spjaldtölvunnar. Þú horfir í gegnum skjáinn á umhverfið breytast frá ýmsum sjónarhornum um leið og þú snýrð tækinu eða röltir um.

NordsjöVisualizer-300x143Gerðu tilraunir með nýjustu Nordsjö litina og fáðu jafnvel tillögur að litasamsetningum sem passa við litina sem þú valdir. Komdu svo til okkar með hugmyndirnar og litaheitin. Mundu samt að litir koma auðvitað ekki nákvæmlega réttir fram í tækjunum því stillingar skjáa eru mismunandi birtu- og litastilltir.

HÉR er myndband sem sýnir hvernig smáforritið virkar.

Þú getur sótt appið hjá Apple App Store eða Google Play Store. Notaðu leitarorðið „Nordsjö Visualizer“ fyrir norðurlandatungumál eða „Dulux Visualizer“ fyrir enska útgáfu af forritinu. Dulux og Nordsjö eru systurfyrirtæki með sameiginlega þróunardeild og skýrir það mismunandi nöfn á leitarorðum.