Litaforrit

Nordsjö-Lets-Colormaxresdefault-300x169Veljið liti með nýja appinu okkar

Viltu sjá húsgögnin, stofuna eða húsið þitt í nýjum litum? Með fría Visualizer smáforritinu geturðu skoðað og breytt litunum í kringum þig með einni snertingu á skjá símans eða spjaldtölvunnar. Þú horfir í gegnum skjáinn á umhverfið breytast frá ýmsum sjónarhornum um leið og þú snýrð tækinu eða röltir um.

NordsjöVisualizer-300x143Gerðu tilraunir með nýjustu Nordsjö litina og fáðu jafnvel tillögur að litasamsetningum sem passa við litina sem þú valdir. Komdu svo til okkar með hugmyndirnar og litaheitin. Í Sérefni færðu góð ráð hjá fagmönnum, m.a. innanhússarkitekti og málarameistara.

Hér er myndband sem sýnir hvernig smáforritið virkar.

Þú getur sótt appið hjá Apple App Store eða Google Play Store. Notaðu leitarorðið „Nordsjö Visualizer“ fyrir norðurlandatungumál eða „Dulux Visualizer“ fyrir enska útgáfu af forritinu. Dulux og Nordsjö eru systurfyrirtæki með sameiginlega þróunardeild og skýrir það mismunandi nöfn á leitarorðum.