Rósettur, með eða án blómamynstri, lífga fallega upp á loftin. Þær brjóta upp stóra fleti og rýmin verða hlýlegri og glæsilegri fyrir vikið. Hægt er að beita hugarfluginu og breyta út af hefðinni, t.d. eru rósettur fallegt veggskraut. Sumir leika sér með minni rósetturnar og raða þeim upp í mynstur og raðir, mála þær í ólíkum litum, o.s.frv. Möguleikarnir eru óþrjótandi. Allar Orac Decor rósetturnar eru úr afar léttu pólýúretan harðplasti.