Vegglistar skipta veggjum upp á skemmtilegan hátt. Þeir gefa litaskilum líka glæsilegt yfirbragð því fallegt er að láta litinn á listanum fylgja öðrum hvorum litnum, þeim efri eða neðri. Vegglistarnir eru einnig notaðir til að skreyta veggi og hurðir, t.d. með því að setja saman ferninga úr þeim til að búa til eins konar fulningaútlit. Vegglistarnir í Sérefnum koma frá belgíska fyrirtækinu Orac Decor og eru steyptir úr sterku Duropolymer®, sem er pressuð háþéttni pólýstýrenblanda. Plastefnið er höggþolið, vatnshelt og afar létt. Hér á myndasíðunni er einnig að finna ýmiss konar skraut sem nota má víða eftir því sem hugmyndaflugið býður. Það hefur verið vinsælt til að skreyta kertaarna, búa til falleg horn í ferningalista á hurðum, o.s.frv.