Loftalistar mynda fallega sjónræna tengingu milli veggja og lofts. Jafnframt er snjallt að nota þá til að fela sprungur, galla og ófullkomnar línur í kverkum. Úrvalið í loftalistum er mikið og má velja milli fjölda stíltegunda í ýmsum breiddum; allt frá einföldum, nútímalegum listum til klassískari og rómantískari gerða. Loftalistar setja punktinn yfir i-ið í öllum rýmum og gera þau glæsilegri.

Loftalistarnir frá Orac Decor eru gerðir úr tveimur plastefnum: léttu, níðsterku og endingargóðu harðplasti eða stífu frauðplasti. Þeir eru einstaklega auðveldir í uppsetningu. Best er að nota Decofix límin sem eru sérhönnuð fyrir þessar tegundir af Orac Decor listum. Listarnir koma grunnaðir og svo má mála þá ýmist fyrir eða eftir uppsetningu.