Ljósalistar skapa skemmtilega stemningu með mildri óbeinni lýsingu. Þeir henta jafnt á heimilum sem í verslunum, skrifstofum og hótelum. Fallegt er að mála þá, t.d. í sama lit og vegginn eða loftið. Flestum tegundum ljósalista má snúa á tvo vegu með lýsingu upp að lofti eða niður á vegginn. Þá má einnig nota margar tegundir sem gluggatjaldalista.

Listarnir frá Orac Decor eru gerðir úr léttu, sterku og endingargóðu harðplasti og þeir eru einstaklega léttir auðveldir í uppsetningu. Best er að nota límið Decofix sem er sérhannað fyrir þessa gerð af plasti. Listarnir eru seldir grunnaðir og má ýmist mála þá fyrir eða eftir uppsetningu.