Gólflistar tengja gólf og veggi saman á glæsilegan hátt. Þeir gefa rýminu karakter og geta látið virka hærra til lofts. Með gólflistum er þægilegt að fela snúrur og óregluleg eða ljót skil milli gólfs og veggjar. Allir gólflistarnir í Sérefnum eru frá belgíska fyrirtækinu Orac Decor. Þeir eru steyptir úr sterku Duropolymer®, sem er pressuð háþéttni pólýstýrenblanda. Þetta harðplastefni er höggþolið, vatnshelt og afar létt. Listarnir springa því ekki, dældast, flagna, bólgna eða fúna. Frábær og viðhaldsfrí lausn hvort heldur er í eldri eða ný hús en listarnir koma í afar mismunandi stílgerðum.