
Frá og með 15. ágúst verður opið á laugardögum (kl. 10-16) í nýju versluninni okkar á Dalvegi 32b. Eftir það verður aðeins opið á virkum dögum í Síðumúlanum en laugardagarnir hafa verið afar annasamir í Síðumúlanum og sífellt erfiðara reynst að tryggja 2ja metra regluna. Dalvegsverslunin er miklu stærri en búðin í Síðumúla og hentar því betur fyrir laugardagstraffíkina, a.m.k. á meðan fjöldatakmarkanir vara. Á Dalvegi er sennilega lengsta lína af litavélum og hristurum í landinu og sex afgreiðslutölvur. Þar gengur allt því hratt og vel.
Velkomin í nýju verslunina, sem er óðum að taka á sig lokamynd.
Ómar, Árný og starfsfólkið okkar góða.