Akrýl veggjamálning

Professional A20

Professional A20 er vatnsþynnanleg hálfmött akrýlmálning. Hún þekur vel, er slitsterk, hrindir frá sér óhreinindum og er auðveld í þrifum. Professional A20 hentar sérstaklega vel á veggi í eldhúsum, skrifstofum, fundaherbergjum, göngum, skólum, sjúkrahúsum og iðnaðarrýmum þar sem óskað er eftir hálfmöttu yfirborði með góðri þvottheldni.

Professional A20 hentar til notkunar m.a. á gifsplötur, steypta fleti, ómálaða sem málaða. Hún er sérhönnuð fyrir fagmenn.

evropublomid-300x300   Astma-och-Allergi-förbundet    svanurinnTækniblað