Um notkun kalkmálningar

GrunKalk - Nordsjö on Pinterestnað

Áður en málað er með kalkmálningu þarf ætíð að grunna með sérstökum kalkgrunni. Þetta er gert til að kalkmálningin loði betur við og auðveldara sé að bera hana á flötinn. Kalkgrunnurinn er borinn á með rúllu eða pensli og má draga vel úr honum. Við nýmálun á spartl verður að metta spartlið með grunninum og er þá efnisnotkun meiri. Ekki þarf að grunna ef mála á ómeðhöndlaðan stein eða áður kalkmálaðan flöt. Lítrinn af kalkgrunni þekur 12-14 fermetra. Látið grunninn þorna í um 4 klst. áður en málað er með kalkmálningunni.

Kalkmálað

  1.  Breiðið vel undir flötinn því hætt er við að efni slettist við kalkmálun.
  2.  Forðist að skera sérstaklega að ómáluðum fleti því það gefur ólíka áferð. Notið  málningarlímband og vinnið kalkið beint út frá því.
  3.  Kalkmálningin er borin á með stórum pensli eða þar til gerðum kalkpensli. Málið upp og niður eða takið flötinn langsum í stuttum eða löngum strokum (t.d. 60-100 cm). Einnig má krossa flötinn á handahófskenndan hátt; allt eftir því hvaða áferð verið er að sækjast eftir. Athugið að við þynningu lýsist liturinn; aðallega er þynnt (10-50%) þegar málað er með millidökkum og dökkum lit – í seinni umferð – til að ýkja kalkáferðina og fá meiri dýpt í flötinn. Ljósir litir eru lítið eða ekkert þynntir. Mikilvægt er að mála allan flötinn í einu; ekki stoppa fyrr en hann hefur allur verið málaður.
  4.  Látið þorna í um 12 klst. milli umferða. Lítrinn af kalkmálningu dugir á 6-8 fermetra.

Vaxvarið
Á álagsflötum svo sem í forstofu, eldhúsi eða húsgögnum er gott að verja kalkmálninguna með bývaxi. Það er borið á með svampi eða tusku með hringlaga hreyfingum eins og verið sé að bóna bíl. Kalkið þarf að fá að þorna í minnsta kosti fimm daga áður en vaxið er borið á.

Málað yfir kalkmálningu

Ef þú vilt breyta yfir í plastmálningu seinna er það lítið mál. Pússa skal burt laust kalk með sandpappír nr. 220 og grunna síðan yfir kalkmálninguna með Professional Microdispers bindigrunni frá Nordsjö – mjög fljótlegt. Þá er flöturinn tilbúinn undir venjulega innimálningu. Hið sama gildir ef flöturinn er vaxvarinn en þá þarf grófari sandpappír, t.d. nr. 80-100.